Gagnapakkinn inniheldur fjölda nemenda í tónlistarskólum í Reykjavík, eftir tónlistarskólum. Gögnin eru frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2003-2016.




Hver lína táknar fjölda nemenda í tónlistarskólum í Reykjavík eftir tegund náms fyrir hvern tónlistarskóla á ákveðnu ári.




Fyrsti dálkurinn inniheldur ár og annar dálkur inniheldur tónlistarskóla (26 tónlistarskólar í heildina, t.d. Gítarskóli Íslands, Tónskóli Hörpunnar og Söngskóli Sigurðar Demetz). Þriðji dálkur inniheldur heildarfjölda nemenda í tónlistaskólum í Reykjavík, eftir tónlistarskólum og fjórði dálkur inniheldur fjölda Reykvískra nemenda. Fimmti til níundi dálkur inniheldur fjölda nemenda eftir stigi náms (fornám, grunnnám, miðnám - hljófæri, miðnám - söngur og framhaldsnám).




Skýringar:


Fjöldi nemenda 1 október ár hvert.


Nemendafjöldi er fjöldi nemendagilda, nemandi skráður í tvær námsgreinar er talinn tvisvar.


Tónskóli Þjóðkirkjunnar: Reykjavíkurborg annast útdeilingu fjármagns úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Tónskóla þjóðkirkjunnar.


Nemendur í öðrum sveitarfélögum 3: Um er að ræða reykvíska nemendur sem stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík.


Samstarfsverkefni grunn- & tónl.skóla 5: Um er að ræða sérverkefnið Músíkalskt par.


Árið 2003: Fjöldi nemenda á miðnámi ekki sundurliðaður í hljóðfæra og söng nám.


Árið 2004: Fjöldi nemenda á miðnámi ekki sundurliðaður í hljóðfæra og söng nám.


Árið 2008: Fjöldi nemenda á miðnámi ekki sundurliðaður í hljóðfæra og söng nám.