Þú ert að skoða gamla útgáfu af þessum gagnapakka. Smelltu hér til að skoða nýjustu útgáfuna.

Nemendur í framhaldsskólum í Reykjavík eftir kyni og kennsluformi

Gagnapakkinn inniheldur fjöldatölur um nemendur í framhaldsskólum í Reykjavík eftir kyni og kennsluformi. Gögnin eru frá Hagstofu Íslands. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2001-2014.

Hver lína táknar fjölda nemenda í framhaldsskólum í Reykjavík eftir kyni og kennsluformi fyrir hvern skóla á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur skóla og þriðji dálkur inniheldur heildarfjölda nemenda í öllum framhaldsskólum í Reykjavík. Fjórði dálkur inniheldur fjölda karla og fimmti dálkur fjölda kvenna. Sjötti dálkur inniheldur fjölda nemenda í dagskóla, sjöundi dálkur inniheldur fjölda nemenda í kvöldskóla, áttundi dálkur inniheldur fjölda nemenda í fjarnámi og níundi dálkur inniheldur fjölda nemenda utan skóla.

Skýringar:
Tölur um fjölda skráðra nemenda eru ekki að öllu leyti sambærilegar við endanlegar tölur úr nemendaskrá Hagstofunnar. Í ofangreindum tölum eru nemendur sem stunda nám í tveimur skólum, í bæði dagskóla og kvöldskóla eða á tveimur námsbrautum tvítaldir en í nemendaskrá Hagstofunnar er hver nemandi aðeins talinn einu sinni. Í sumum skólum er aðeins um hluta nemenda að ræða þar sem einungis er safnað upplýsingum um nemendur á framhaldsskóla- eða háskólastigi og nemendur í viðurkenndu námi. Þannig eru aðeins taldir nemendur Myndlistarskólans í Reykjavík sem eru í fornámi og nemendur listdansskóla og tónlistarskóla sem eru í framhaldsdeildum. Í Flugskóla Íslands eru taldir nemar í atvinnuflugmannsnámi. Árið 2004: Haustið 2004 reyndust um 6,6% nemenda vera tvískráðir í tölum um skráða nemendur á framhaldsskólastigi.

_Árið 2005: Haustið 2005 reyndust um 6,3% nemenda vera tvískráðir í tölum um skráða nemendur á framhaldsskólastigi. _

Árið 2006: Haustið 2006 reyndust um 7,1% nemenda vera tvískráðir í tölum um skráða nemendur á framhaldsskólastigi.

_Árið 2007: Haustið 2007 reyndust um 7,6% nemenda vera tvískráðir í tölum um skráða nemendur á framhaldsskólastigi. _

_Árið 2008: Haustið 2008 reyndust um 8,2% nemenda vera tvískráðir í tölum um skráða nemendur á framhaldsskólastigi. _

Árið 2009: Haustið 2009 reyndust um 8,0% nemenda vera tvískráðir í tölum um skráða nemendur á framhaldsskólastigi.

Árið 2010: Haustið 2010 reyndust um 7,0% nemenda vera tvískráðir í tölum um skráða nemendur á framhaldsskólastigi.

Árið 2011: Haustið 2011 reyndust um 7,7% nemenda vera tvískráðir í tölum um skráða nemendur á framhaldsskólastigi.

Gögn og gagnaskrár

Viðbótarupplýsingar

Reitur Gildi
Síðast uppfært júní 12, 2023, 09:15 (UTC)
Stofnað maí 30, 2023, 13:50 (UTC)