Þú ert að skoða gamla útgáfu af þessum gagnapakka. Smelltu hér til að skoða nýjustu útgáfuna.

Fjöldi brota á höfuðborgarsvæðinu og á landinu öllu

Gagnapakkinn inniheldur fjölda brota á höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Gögnin eru byggð á gögnum frá Ríkislögreglustjóra og Hagstofu Íslands. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 2001-2018.

Hver lína í gagnaskránum táknar fjölda brota fyrir hvert svæði og hverja tegund á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur svæði (sem skiptist upp í höfuðborgarsvæðið og landið allt), þriðji dálkur inniheldur tegund (sem skiptist upp í fjölda og fjölda á hverja 10.000 íbúa) og fjórði dálkur inniheldur fjölda brota gegn valdstjórn. Fimmti dálkur inniheldur fjölda skjalafalsa, sjötti dálkur inniheldur fjölda kynferðisbrota og sjöundi dálkur inniheldur fjölda brota gegn lífi og líkama. Áttundi dálkur inniheldur fjölda brota gegn friðhelgi einkalífsins, níundi dálkur inniheldur fjölda auðgunarbrota samtals og tíundi dálkur inniheldur fjölda eignaspjalla. Ellefti dálkur inniheldur fjölda nytjastulda og tólfi dálkur inniheldur fjölda fíkniefnabrota. Þrettándi dálkur inniheldur fjölda brota gegn áfengislögum, fjórtándi dálkur inniheldur fjölda umferðalagabrota og fimmtándi dálkur inniheldur fjölda annarra brota. Sextándi dálkur inniheldur heildarfjölda brota og sautjándi dálkur inniheldur meðalmannfjölda.

Skýringar:
Meðalmannfjöldi: Meðalmannfjöldinn er reiknaður sem einfalt meðaltal tveggja talna 1. janúar hvers árs og 1. janúar þess næsta.

Gögn og gagnaskrár

Viðbótarupplýsingar

Reitur Gildi
Síðast uppfært júní 7, 2023, 15:56 (UTC)
Stofnað maí 30, 2023, 10:31 (UTC)