Þú ert að skoða gamla útgáfu af þessum gagnapakka. Smelltu hér til að skoða nýjustu útgáfuna.

Brautskráðir nemendur í Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu og á landinu öllu eftir skólastigi og kyni

Gagnapakkinn inniheldur fjöldatölur um brautskráða nemendur í Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu og á landinu öllu eftir skólastigi og kyni. Gögnin eru frá Hagstofu Íslands. Hér er að finna eina heildarskrá fyrir öll árin, auk sér skráa fyrir hvert ár, frá 1995-2013.

Hver lína táknar fjölda brautskráðra nemenda á hverju skólastigi fyrir sérhvert skólaár, hvert svæði og kyn á ákveðnu ári.

Fyrsti dálkurinn inniheldur ár, annar dálkur inniheldur skólaár, þriðji dálkur inniheldur svæði (sem skiptist upp í höfuðborgarsvæðið án Rvk, Reykjavík og landið allt) og fjórði dálkur inniheldur kyn (sem skiptist upp í karlar, konur og alls). Fimmti dálkur inniheldur fjölda brautskráðra nemenda á framhaldsskólastigi ISCED 3, sjötti dálkur inniheldur fjölda brautskráðra nemenda á viðbótarstigi ISCED 4, sjöundi dálkur inniheldur fjölda brautskráðra nemenda á háskólastigi ISCED 5 og áttundi dálkur inniheldur fjölda brautskráðra nemenda á doktorsstigi ISCED 6.

Skýringar:
Gögnum er safnað frá skólunum um nemendur sem útskrifast úr dagskóla, kvöldskóla eða fjarnámi í lok hverrar annar. Lögheimili miðast við þjóðskrá 1. desember á haustmisseri hvers skólaárs. Hver nemandi er aðeins talinn einu sinni á hverju skólastigi á sama skólaári. Próf eru flokkuð samkvæmt ÍSNÁM2008, sem er byggð á alþjóðlegri flokkun menntunar, ISCED97.

Gögn og gagnaskrár

Viðbótarupplýsingar

Reitur Gildi
Síðast uppfært júní 12, 2023, 09:24 (UTC)
Stofnað maí 30, 2023, 13:53 (UTC)